27/10/2004

Nýtt look á ofurhjúkkunni!
Já viti menn - rauðgullnu lokkarnir fengu að fjúka á mánudaginn og nú er hjúkkan komin með töluvert stutt hár. Þetta var allt saman fyrirfram ákveðið og stemningin eftir breytinguna er gífurleg. Það mætti halda af þeim viðbrögðum sem maður hefur fengið að hárið hafi verið illa slappt undanfarin áratug eða svo. Alla vega er mikil hárgleði í gangi þessa dagana á Kambsveginum.
Af því að vikan var ekki nægilega upptekin fyrir hjúkkuna þá ákvað hún að bæta við sig einni næturvakt - bara svona af því það vantaði mannskap á vaktina. Þannig að heilar 4 nætur í röð verður næturdvölin á slysadeildinni og ég á von á því að geðprýðin verðin einnig eftir því. Nú er hins vegar ógeðslega kalt úti og tími til að skella sér í sófann með teppi og láta sér líða vel.

Engin ummæli: