Vikan sem leið!
- var eiginlega ekkert spes! Hélt uppteknum hætti í vinnunni og bjargaði hundruðum manna frá sjálfum sér og öðrum. Nú er komin haustferða fílingurinn í mann. Væri ekki bara fínt að komast í svona eins og eina utanlandsferð til viðbótar, svona af því veðrið hefur verið svo leiðinlegt?
Enn og aftur er að koma helgi og mér sýnist allt stefna í rugl og vitleysu enn eina ferðina. Í kvöld er málþing hjá fagdeildinni þar sem ofurhjúkkan fær að tjá sig og að því loknu verður táin aðeins mýkt upp. Í fyrra var mikill hugur í hópnum eftir málþingið og ég held að stemningin verði ekki minni í ár. Eins og glöggir menn muna var þetta kvöldið sem ég ákvað að labba heim á 10 cm hælum - sem kostaði mig uppáhalds skóna mína. Note to self - taka leigubíl heim, annað er ekki sniðugt! Svo bíða nú tvær næturvaktir í Gleðibankanum það sem eftir líður helginni þannig að stemningin þá dagana verður eftir því. Stefni samt á hetjudáð og tennis iðkun á sunnudagsmorgun - maður getur alltaf haldið áfram að sofa eftir tennisinn.
01/10/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli