08/10/2004

Brilljant kvöldstund!
Ofurhjúkkan átti með eindæmum skemmtilega kvöldstund í gærkvöldi þar sem saumaklúbburinn var saman kominn á Kambsveginum. Að ósk megabeibsins var franska súkkulaði kakan bökuð og borin fram ásamt ýmsu góðgæti. Það er dásamlegt þegar hópur kvenna kemur saman, drekkur aðeins of mikið kaffi og borðar of mikinn sykur. Auðvitað fara umræður að snúast um hin ýmsu handverk sem hægt er að nýta til að stytta sér stundirnar. Það var mikið hlegið og hlegið ansi hátt á tímabili. Ein af snilldunum sýnir muninn á körlum og konum því þarna voru 6 konur að tala á sama tíma og hlusta hver á aðra, án þess að nokkuð af upplýsingunum týndust.
Já 3 bollar af kaffi og nokkur glös af diet kóki eftir kl. 21 á kvöldið bjóða bara upp á eitt - andvöku nótt!!!

Engin ummæli: