24/10/2004

Stuð og puð!
Þetta eru einkennisorð síðastliðna daga hjá ofurhjúkkunni. Vikan einkenndist af allskonar rugli í vinnu og utan hennar og almennt var þetta mikið stuð. Það er samt eiginlega skelfilegt þegar maður man ekki hvað maður gerði skemmtilegt fyrir utan það að vera í vinnunni. Átti reynar hjúkkumóment ársins og tvíefldist í hjúkruninni fyrir vikið. Ofurhjónin Svana og Binni áttu leið um Kambsveginn í gær þar sem grillað var dýrinis kusa og viðeigandi meðlæti rann mjúklega niður. Að því loknu var auðvitað kaffi og með því og svo var sofið út daginn eftir. Þetta haust er eitthvað svo skemmtilegt í lífi hjúkkunnar að annað eins hefur varla rekið á daga hennar. Það besta er þegar maður gerir sér grein fyrir því hvað gjörsamlega ómerkilegir hlutir geta vakið gleði og hamingju í litlu hjarta.
Kvöldið í kvöld var tekið í vinnunni þar sem ofurhjúkkan jarðaði samstarfsmenn sína í áti á kínverskum mat og íslensku súkkulaði - að ógleymdu diet kókinu. Eftir vaktina lá leiðin til Ingu og Svönu á Vegamótum þar sem stuðið hélt áfram uns heim var komið og pizzan beið heit og fín. Tennis á morgun og nettur helmingur kvöldvaktar sem á eftir að líða hratt. Vikan framundan verður gífurlega klikkuð hjá samningarnefndarhjúkkunni og klipping er einnig á dagskránni. Sem sagt Góðar Stundir!
Afmælikveðjuna fær Jóhann flugmaður sem átti afmæli s.l. föstudag - til hamingju með daginn!

Engin ummæli: