26/09/2004

Brjálað!
Það var eiginlega allt brjálað í síðustu viku. Jú sjáið til veðrið var brjálað, það var brjálað að gera í vinnunni og fólk var almennt mjög brjálað í skapinu. En nú er að koma ný vika og það boðar bara gott.
Bjargaði fullt af "mannslífum" í gær á heljarstórri flugslysaæfingu sem fór fram á Reykjavíkurflugvelli. Þetta var sú stærsta æfing sem ég hef tekið þátt í alla vega so far. Allt gekk mjög vel og fjölmargir "lifðu" slysið af. Til að ná mannskapnum niður eftir þessa æfingu - sem við vorum að æfa fyrir s.l 2 vikur var skroppið á öldurhús í bænum. Þar voru nokkrir kaldir teigaðir og létt dansspor stigin við dynjandi dansmúsík. Áður en maður vissi af var klukkan orðin 5 og rétt rúmir 6 tíma í tennis. Í því snaraði ég mér heim og fór í bólið. Vaknaði frekar tjónuð í morgun til að fara í tennis og viti menn þá er þessi íþrótt algjör snilld í hvers konar líkamlegu ástandi þátttakenda. Eftir tennisæfinguna lá leiðin á slysadeildina til að ganga frá búnaðnum sem notaður var við æfinguna í gær. Nú er öllu þessu lokið og kominn tími á eftirmiðdagsblund.
Vikan er full af alls konar stefnumótum m.a. við Dóu og Þórir og eitt við Jóhann - eins og ég sagði brjálað að gera.

Engin ummæli: