04/09/2004

Stoltir Íslendingar!
Ég efaðist um getu mína yfir því að vera stoltur Íslendingur í dag. Um það bil það eina góða við landsleikinn voru sætin sem við sátum í. Mjög góð sæti á besta stað í gömlu stúkunni - reyndar ekki fremst eins og ég hafði misskilið sjálfa mig með heldur alveg fullkomlega nógu nálægt miðju þannig að maður sá vel og varð ekki fyrir veðri. Leikur íslenska liðsins var langt undir getu, ófrumlegur og ósamstilltur. En það versta við þetta allt (auðvitað fyrir utan tapið) var ástand á mörgum ungum mönnum í hópi áhorfenda á leiknum. Leikurinn hófst klukkan 16 og var ölvunarástand á mörgum til háborinnar skammar. Einn ungur maður sem sat 3 röðum fyrir framan okkur stefndi ótrauður á titilinn um leiðinlegasta og hallærislegasta mann Íslandssögunnar með sífellum hrópum, köllum og almennum skrílslátum. Ef ég hefði verið fyrir framan þetta hiski þá myndi ég hringja ansi reið í KSÍ á mánudag og heimta endurgreiðslu. Félagi leiðinlega mannsins var þó ekki betri þar sem hann svaf áfengisdauða mest allan síðari hálfleik. Náttúran gerði loks vart við sig og maðurinn rankaði við sér í vímunni og staulaðist á salernið. Ekki nóg með það heldur þegar hann snéri aftur var ástandið svo slæmt að hann komst ekki aftur í sætið sitt og drapst í öðru sæti. Ég á ekki til orð yfir ósmekkleg heitin í þessum hópi manna!!!!

Engin ummæli: