09/09/2004

Plus size!
Ég var að horfa á snilldar sjónvarpsþáttinn Americas next top model 2 á skjá einum í gærkvöldi. Þessi annars ágæta hugmynd af gjörsamlega heilalausu sjónvarpsefni olli mér nokkru hugarangri. Þarna eru 12 gellur að keppa um að fá samning hjá módel skrifstofu og ofurdrottningin Tyra Banks stjórnar dæminu. Í gær voru gellurnar kynntar til sögunnar og látnar ganga í gegnum nokkur verkefni. Hópurinn saman stendur af hinum ýmsu týpu og það er greinilega passað vel upp á að enginn þjóðfélagshópur sé undanskilin í úrslitunum. Í þessum hópi var meðal annars ein sem var gift og átti barn - og var á allt annarri bylgjulengd en hinar gellurnar sem flestar voru nýskriðnar úr skóla. Undir lok þáttarins var hver og ein metin út frá útliti og hæfileikum á módelsviðinu. Það sem sló mig mest við þetta er að þarna í hópnum er gella sem er grönn en hefur greinilega æft íþróttir. Hún var flokkuð sem "Plus size" módel og allir voða ánægðir að svona "feit" gella sé í úrslitunum. Má ég þá bara segja að ef hún er Plus size hvað er þá ég?? Af þessum orsökum vaknaði ég feit í morgun og er alveg í supersize gírnum í dag. Held að ég horfi næst á eitthvað annað en þennan þátt!

Engin ummæli: