21/09/2004

Komin heim!
Þá er ofurhjúkkan komin aftur til landsins eftir frábæra ferð til kóngsins Köbenhavn. Ofurhjúkkan í hópi annarra ofurhjúkka sló í gegn með yndislegum kommentum á mjög svo viðeigandi tímum. Þjóðardrykkur dana var teigaður af mesta kappi og ófáir lágu í valnum eftir ferðina. En það var nú reyndar gert meira en bara að sukka þennan tíma. Fórum í skoðunarferð á svakalega flott Trauma Center á Rigshospitalet í Köben þar sem þeir taka bara á móti svakalega slösuðu fólki eða svakalega veiku fólki. Svo voru fyrirlestrar sem byrjuðu kl. 08 bæði föstudag og laugardag - og ég vil bara láta það koma fram að það er engin farinn á fætur í Köben kl. 08 á laugardagsmorgnum!!! Vonbrigði helgarinnar voru auðvitað svik Danatrillisins sem stakk mig af og fór til Århus um leið og ég steig úr flugvélinni. Hann er voða að reyna að gera þetta rómó og segir að þá hafi ég bara ástæðu til að koma aftur til Köben - en við sjáum bara til með það félagi (grenj grenj). Eftir að heim var komin hefur engin tími verið til að blanda geði við nokkurn mann þar sem það er fáranlega mikið að gera þessa vikuna. Æfingar í vinnunni vegna flugslysaæfingar sem verður haldin á laugardaginn og allir eru að fá létt magasár yfir. En það verður ógeðslega gaman!

Engin ummæli: