14/09/2004

Farin til Köben!
Þá er Ofurhjúkkan farin á fund annarra Ofurhjúkka í Köben. Ráðstefna um stefnur og strauma í bráðahjúkrun er á dagskrá og það verður nú ekki leiðinlegt. Stefnan er tekin á að hitta Héðinn danatrilli og eiga með honum góða stund yfir góðum dönskum öl - hver veit nema maður skelli smá smörrebröd með og þá er þetta orðið deit. Kem aftur á klakann seint á sunnudagskvöld og verð komin til lífs á ný um eftirmiðdaginn á mánudag. Hafið það gott þangað til elskurnar!

Engin ummæli: