09/09/2004

Haustið er komið!
Nú er komið haust - það er meira að segja farið að rigna beint niður eins og í útlöndum. Mér finnst haustið alltaf mjög góður og fallegur tími. Laufblöðin á trjánum skipta um lit og allir fara einhvern vegin að undirbúa sig fyrir veturinn. Á þessum árstíma hefur maður ótakmarkað leyfi til þess að kúra sig heima, undir teppi og lesa bók eða horfa á eitthvað af þessum snilldar innihaldslausu sjónvarpsþáttum sem eru í boði. Gott ef maður dustar ekki rykið af kertunum og kveikir á einu og einu. Mér finnst yndislegt að hlusta á rigninguna lemja á þakinu á meðan ég ligg upp í sófa og kúri. Það er einmitt stefnan núna - þar sem næturvaktin bíður mín í nótt.

Engin ummæli: