15/07/2007

Sumarfrí!
Þá er hjúkkan loksins komin í sumarfrí eftir tveggja ára vinnutörn. Þar sem hjúkkan skipti um vinnu síðasta sumar tók hún sér ekkert frí og var því orðin ansi langþreytt eftir þessu fríi. Fríið byrjaði á smá vinnu í Þórsmörk fyrir íþróttabandalag reykjavíkur í tengslum við Laugarvegs maraþonið og var það bara yndislegt. Það er alltaf gaman að koma inn í Þórsmörk þó svo að það hafi nú verið svolítið napurt og blautt þar í gær. Dagurinn leið hratt og áður en maður vissi af voru allir hlaupararnir komnir niður og lítið að gera hjá landsliðinu í mótttöku slasaðra s.s. hjúkkunni og Bjarna lækni.
Eitthvað virðast örlogin vera að gera grín að hjúkkunni þessa dagana með tilheyrandi dramatík og fólki sem hjúkkan vill sem minnst rekast á. En eins og hjúkkunni einni er lagið er bara mál að láta sér líða vel og gera hluti sem henni finnst skemmtilegir.
Dagurinn í dag er búinn að fara í sólabað á svölunum með kaffibolla og nokkur eintök af Cosmopolitan. Þannig er að hjúkkan kaupir alltaf Cosmo fyrir flug og sofnar svo fljótlega eftir að lesturinn er hafinn. Því á hún mikið magn af hálflesnum Cosmo og við stelpurnar kunnum regluna - maður hendir aldrei hálflesnu COSMO!!!!
Hjúkkan fór inn á síðu sem Kjáninn mætli með til að sjá hvaða lag var á toppi Billboard listans daginn sem hún fæddist og það þarf auðvitað ekki að koma á óvart hvaða titil lagið ber sem trónaði á toppnum 5. nóvember 1977... "You light up my life" með Bonnie Doone sem hjúkkunni finnst einstaklega vel viðeigandi á hennar degi :) Jæja nú er málið að fara að "light up" lífi þeirra sem í kringum hana eru. Góðar sumarstundir :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ hlakka svo mikið til að fá þig í heimsókn... endilega farðu að láta sjá þig kona