19/11/2005

Íbúðin komin!!!
Hjúkkan er voðalega glöð í dag (fyrir utan smá höfðverk, létta velgju og eiginlega stóran smsmóral). Hún fékk nefnilega íbúðina sína afhenta í gær við mikinn fögnuð! Nú er málið að setja parketið og mála og flytja vonandi inn eftir skamman tíma. Hjúkkan hélt upp á tímamótin í gær með því að borða á Argentínu (reyndar með einni nefnd sem hún stýrir) og þar hitti hún einmitt Megabeibið og Kafarann sem voru að eiga rómantíska kvöldstund. Eftir ótrúlegan mat lá leið hjúkkunnr með beibinu og kafaranum á Oliver þar sem var dansað af krafti fram eftir nóttu. Loks var kominn tími á að hjúkkan færi heim og þá tók hún sig til og sendi nokkur sms :/ sem betur hefði mátt sleppa. En maður þarf að lifa við þær aðgerðir og þær ákvarðanir sem maður tekur í lífinu og þannig er bara það.
Hjúkkunni hefur verið boðið í partý í kvöld en hugsanlega ætlar hún bara að halda sér rólegri og dundast eitthvað í nýju íbúðinni.

Engin ummæli: