01/11/2005

Mikilvægt fólk í lífi allra!
Hjúkkan hefur undanfarna daga verið að hugsa um þann fjölda af fólki sem er mikivægur hlekkur í lífi hvers einstaklings. Í þessum hópi er að finna fólk úr öllum stéttum sem öll eiga það sameiginlegt að skipta miklu máli til þess að hversdagsleiki gangi upp hjá hverjum og einum. Hér kemur smá upptalning á því fólki sem er óumdeilanlega mikilvægur hluti af lífi hjúkkunnar.
  1. Mamma - allir þurfa á móður sinni að halda, óháð aldri og fyrri störfum. Þessar konur veita manni styrk og hlýju þegar á þarf og láta mann yfirleitt vita ef maður er kominn í tómt tjón.
  2. Pabbi - allir þurfa líka á pabba sínum að halda. Hann hjálpar yfirleitt með praktískari atriðið en mamman en að sama skapi er hann ómissandi við lausn ýmissa vandamála. Pabbar geta líka reynst mjög vel þegar þarf að hugga mann og gefa knús.
  3. Systur - held að allir hafi líka gott af því að eiga góðar systur hvort sem er eldri eða yngri. Sumt spyr maður einfaldlega foreldra sína ekki um.
  4. Vinkonurnar - þarf ekki ferkari útskýringar.
  5. Hárgreiðslukona - ómissandi hlekkur í lífi hvaða konu sem er og kemur sér mjög illa og getur valdið miklum áhyggjum ef hún fer í fæðingarorlof.
  6. Snyrtifræðingurinn - ný í hópnum hjá hjúkkunni sem er í leit að innra-kveneðli sínu. Er búin að finna yndislegan snyrtifræðing sem plokkar og litar eins og vindurinn. Eftir nokkrar komur til hennar er hún farin að læra á hjúkkuna og er ómissandi.
  7. Kvensjúkdómalæknirinn - óþarfi að útskýra nánar en maður vill ekki þurfa að fara á nýjan stað í hvert skipti, okkur finnst þetta ekki beint það skemmtilegasta í heimi.
  8. Vaxarinn - hjúkkan er svo mikill kleifhugi að hún getur ekki hugsað sér að sama kona sjái um augabrúnir og vaxmeðferð á öðrum stöðum líkamans. Staðan er laus í augnarblikinu.
  9. The Handyman - hér getur pabbinn reynst vel ef hann er handlaginn, annars er mjög gott að hafa varamann í þessari deild. Jafnvel getur verið mikilvægt að hafa nokkra við hendina með mismunandi sérhæfingu.
  10. Maðurinn í einkennisbúningnum - já hér er hægt að hafa marga við hendina. Hjúkkan er t.d. með flugmanninn, flugþjóninn, smiðinn, flugkennarann, lækninn og sjúkraflutningamanninn svo dæmi séu tekin. Þessir menn eru til þess eins að gleðja augað þegar maður þarf á einhverju hughreystandi að halda. Reyndar fer samsetning þessa hóps algjörlega eftir smekk hvers og eins.

Engin ummæli: