31/10/2005

Flutningar og helgarsprell
Hjúkkan er eins og alltaf að standa í stórræðum. Hún gæsaði hana Vöku hans Braga á laugardaginn ásamt fríðum flokki kvenna og einnar stórrar kanínu. Dagurinn var fullur af gleði og glaum og freyðivíni og rauðvíni og allir bara mjúkir og fínir. Sunnudagurinn fór svo í tennis og aukakvöldvakt þar sem íslandsmeistaramótið í gipslagningu stóð sem hæst. Hálkan hafði sitt að segja og voru því fjölmargir sem lögðu leið sína á slysadeildina. Fersk að vanda vaknaði hjúkkan falleg í morgun og tók sig til og flutti búslóðina síðan til foreldranna á ný þar sem hjúkkan ætlar að búa þar til hún fær íbúðina sína afhenta. Það jafnast ekkert á við góðan flutning í morgunsárið enda er hjúkkan orðin mjög fær í flutningum. Kvöldið verður svo toppað á kvöldvaktinni á slysadeildinni í þeirri veiku von um að hálkan sé að minnka.

Engin ummæli: