20/10/2005

Rugluð í ríminu!
Það hefur verið svo mikið um breytingar í lífi hjúkkunnar s.l. hálfa árið að nú er þetta farið að hrjá hjúkkuna. Hún hefur til dæmis fundið upp flutnings-íþróttina og stundaði hana af nokkuð miklum krafti framan af árinu. Nú er svo komið að hjúkkan vissi ekki hvert hún var að fara - þegar leið hennar lá heim eftir næturvakt. Hún keyrði sem leið lá niður á Skólavörðustíg og var við það að finna bílastæði þegar hún allt í einu mundi að þarna átti hún ekki lengur heima!!! Sér til mikillar gleði fann hún réttan stað eftir stuttan umhugsunarfrest og allt gekk vel í kjölfarið. Að öðru leyti er hjúkkan nokkuð stabil og er meira að segja búin að vera í fríi í heilan dag. Reyndar nokkrir fundir á döfinni í dag en það er bara venjubundið og blússandi stemning í því. Ekki hefur Hr. Óþekkur látið á sér kræla og bíður hjúkkan í ofvæni yfir því að svipta hulunni af þessum tja örugglega jafngeðuga einstaklingi. Nú er kominn tími á að rjúka af stað á svo sem einn fund og gerast formaður í einni nefndinni. Alltaf stuð hjá hjúkkunni!!!

Engin ummæli: