03/10/2005

Farir og ófarir hjúkkunnar!
Hjúkkan er búin að vera ótrúlega dugleg í dag. Hún reif sig á fætur fyrir allar aldir til að skreppa út á flugvöll í eitt pick-up, að því loknu dreif hún sig með Fabio í smurningu enda var eitthvað ljós farið að blikka óþarflega mikið í mælaborðinu. Að þessu loknu var klukkan bara rétt rúmlega 9 og hjúkkan alveg hissa á því hvað hægt sé að gera mikið fyrir hádegi. Því næst reddaði hjúkkan nokkrum símtölum sem hún átti eftir að ganga frá, dreif sig í bankann og slakaði svo á í smá brunch með flotta flugkennaranum á Oliver. Enn sem komið er var ekki komið hádegi!!! Rétt um hálf tólf (vanalegur tími hjúkkunnar að vakna) rauk hún á þjóðskránna og gekk frá málum þar áður en hún skellti sér á 3 klst langan stjórnarfund í félaginu. Því sem næst lá leiðin í smá dótarflutning og dagurinn er rétt rúmlega hálfnaður. Hjúkkan hefur engan blund fengið og er enn svona spræk. Hún fékk nokkur góð stuðnings símtöl frá Superkvendinu og Megabeibinu og kann hún þeim bestu þakkir fyrir. Stefnan er tekin á dinner hjá gamla settinu og eitt íbúðarskoð fyrir sjónvarpskvöld dauðans. Þetta helst er að frétta af förum hjúkkunnar í dag.
Snúum okkur þá að óförum hjúkkunnar - reyndar síðastliðna daga og jafnvel vikur. Eins og flestir vita er hjúkkan stundum svolítill klaufabárður og á það til að slasa sig við saklausustu aðstæður. Ferðin til Svíþjóðar var engin undantekning!! Þar sem hjúkkan sat nokkuð sybbin um borð í flugvélinni lenti hún auðvitað fyrir aftan stóra kallinn sem heldur að hann geti hallað sætinu sínu eins langt aftur og mögulegt er ALLA FERÐINA!!! Já litlu fluffu vinir mínir - líka þegar hjúkkan reyndi að borða ommelettuna sína. En sökum skap príðis hjúkkunnar ákvað hún að láta kyrrt liggja og lét sem ekkert væri. NEMA hvað þegar hjúkkan er hálfnuð með kaffibollann hendir karlpungurinn fyrir framan sér aftur í sætið og matarbakkinn með vatnsglasinu og hálfa kaffibollanum hellast svona pent í fangið á hjúkkunni! Hún blótaði í hljóði, þurkkaði á sér kjöltuna og ákvað að fara bara að sofa. Í Svíþjóð varð hjúkkan svo fyrir innkaupa áverka þar sem hún verlsaði af svo miklum mætti að hún sló hendinni í horn á borði í einni búðinni. Góð ráð voru dýr og sérlegur verslunaraðstoðarmaður (Jóhanna) bar nokkuð af þungu pokunum fyrir hjúkkuna í kjölfarið - en verslunarleiðangurinn blessaðist vel það sem eftir var. Það nýjasta í óförum hjúkkunnar átti sér stað í vinnunni um daginn þar sem hún var að ganga út um STÓRA HVÍTA bílskúrshurð. Vildi ekki betur til en svo að hjúkkan gekk á hurðina þar sem hún var ekki komin alla leiðina upp. Hjúkkan hefur nú sem fyrr alltaf litið á sig sem frekar hávaxna með þykkt og hrokkið hár en fyrr má nú aldeilis vera!

Engin ummæli: