10/10/2005

Er líf utan vinnunnar?
Já það er von að hjúkkan spyrji sig þessari spurningu. Hún tók aukavakt s.l. nótt og er svo komin á sína eigin kvöldvakt - frekar sybbin en samt jafnsæt og vanalega þó svo að hárið sé örlítið úfið. Á morgun er fyrsti hluti af flutning á Vífilsgötuna en þetta verður gert í tveimur áföngum. Svo er að vona að einhver ró og stöðugleiki fari að koma á líf hjúkkunnar svo hún hætti að hanga í vinnunni daginn út og inn. En veturinn er kominn með tilheyrandi hand- og fótkulda hjá hjúkkunni. Hún lýsir hér með eftir einhverjum fórnfúsum sem vill koma og hlýja henni um tærnar - gæti samt verið smá táfýla þar sem hjúkkan er einmitt alltaf í vinnuskónum :)

Engin ummæli: