22/10/2005

Hjúkkan við það að verða íbúðareigandi!
Stórmerkilegir atburðir áttu sér stað í gærdag. Vaktin var nú með ömurlegra móti en það sem bjargaði deginum hjá hjúkkunni voru þær fregnir að tilboði hennar í íbúð var tekið og þar með er hjúkkan við það eignast íbúð. Hún þarf að klára greiðslumatið sitt sem verður nú lítið mál og ef fer sem horfir fær hún afhent eftir 2 - 3 vikur!!!!! Sú magnaða staðreynd sem fylgir þessum íbúðarkaupum er sú að nú er hjúkkan að flytja í Hafnafjörðinn - mörgum til mikillar gleði og hamingju. Þormóður sér fram á að hafa alltaf barnfóstru til taks og nokkrir samstarfsmenn hafa gert sér í hugalund að hjúkkan fari nú að halda með FH. Þeir sem hins vegar þekkja hjúkkuna vita að hún mun seint og illa hætta að styðja sína menn í KR.
Svo heyrði hjúkkan í fastráðna flugþjóninum sem fyrr um daginn fékk einmitt fastráðninguna sína - til hamingju með það !!!!
Til að halda upp á íbúðarkaupin kláraði hjúkkan kvöldvakt dauðans - fór heim og fékk sér einn kaldan og fór svo að sofa enda 12 tíma vakt í dag.

Engin ummæli: