15/10/2005

Gleðilegan laugardag!
Í dag er þessi líka ógleymanlegi laugardagur - með tilheyrandi rigningu og roki. Eftir að hjúkkan keypti svakalega fína sköfu handa Fabío þá snögg hlýnaði og að öllum líkindum er vetri að létta. Það gæti líka verið að hjúkkan sé ekki alveg með sjálfri sér enda er hún rétt að byrja á 16 klukkustunda vaktinni sinni þennan ógleymalega dag. Það er eins gott að hjúkkan eigi sér ekkert líf utan vinnu - enda hefði hún ekki tíma til þess að sinna því sökum vinnu. Eitt sem vakið hefur undrun og aðdáun hjúkkunnar í morgunsárið og það er hegðan og útbúnaður fólks á reiðhjólum. Það voru nokkrir ferskir á reiðhjóli sem urðu á vegi hjúkkunnar í morgun - í skíta roki og riginingu - ekki nóg með það því þá var einn í léttum flauelsjakka sem var ekki einu sinni hnepptur!!! Það fer nú bara kuldahrollum um mann þegar maður sér svona - og hugurinn leitar heim og beinustu leið undir sæng. Hjúkkan vill benda á sérlega áhugaverðan dagskrálið á RUV sem hefst kl. 13:20 í dag - jú það er BEIN ÚTSENDING frá Íslandsmeistaramótinu í atskák!!! Missum ekki af því :)

Engin ummæli: