06/10/2005

Oggulítið syfjuð!
Nú er farið að síga á seinni hluta fyrri næturvaktarinnar hjá hjúkkunni og augnlokin farin að þyngjast eftir því. Hjúkkan stóð í heilmiklum pælingum og rökræðum við fasteignasala í gær sem enduðu á því að hætt var við allt saman. Eigendur íbúðarinnar sem hjúkkan ætlaði að bjóða í fóru í panic og hættu barasta við að selja!! Hjúkkan veit að hún getur af og til verið ákveðin týpa en þetta var eiginlega bara fyndið. Að sama skapi sleit hún um viku löngum vinskap við sölumanninn á fasteignasölunni sem bar sig vel. Að rifrildunum og morgunvaktinni lokinni lá leiðin heim í sófa til að blunda fyrir næturvaktina. Eitthvað ruglaðist kerfið og blundinum seinkanði af óviðráðanlegum orsökum - en það hafðist undir lokin. Nýjar og góðar fregnir af heimilislausu hjúkkunni eru þær að hún er að fara að leigja íbúð í Vatnsmýrinni þar til hún finnur sér enn varanlegri stað til að búa á. Vonandi fer þetta að ganga eftir og sú óreiða sem einkennt hefur líf hjúkkunnar undanfarna mánuði sé nú að verða búin. Að öðru leyti er hjúkkan söm við sig og sennilega búin að taka að sér formennsku í einni af þeim nefndum sem hún situr í fyrir Fíh - sem verður bara spennandi og krefjandi starf. En hjúkkan er nú samt að hugsa um að bæta ekki við sig fleiri nefndum í bili - stundum verður félagsmálafíkillinn að læra að það má líka segja "því miður get ég ekki tekið þetta að mér".

Engin ummæli: