Afsakið röng email addressa!
Já hjúkkunni er ýmislegt til lista lagt og þar á meðal er hún ótrúlega fær í því að klúðra hlutum. Í gærg ætlaði hjúkkan var vera nokkuð fyndin og sæt í sér og skrifaði voðalega fínt email sem átti að fara á ákveðinn stað. Hjúkkunni fannst hún einstaklega skemmtileg og sýndi af sér mikinn þokka við skrif á þessum tölvupósti, þar að auki sendi hún einnig sem viðhengi ansi skemmtilegt myndskeyti sem hafði með viðrekstur að gera. Jú jú hjúkkan veit alveg að prumpubrandarar eru ekki allra en þessi prumpubrandari olli gífurlegri kátínu hjá hjúkkunni. NEMA HVAÐ hún mundi ekki alveg hvort það væri punktur í tölvupóstfanginu eða ekki og ákvað að taka sjénsinn með það að það væri puntkur. Hún sló inn póstfangið og varð nokkuð undrandi þegar póstkerfið bauð henni að skrá þetta nýja póstfang í contact listann sinn. Þá fóru að renna á hjúkkuna tvær grímur og hún hafði upp á póstfanginu sem hún hafði verið svo viss um að væri með punkti í. Haldið þið ekki að hún hafi sent þennan tölvupóst á rangan aðilla og sá sem hann fékk er einhver sem hjúkkan þekkir alls ekki neitt og veit engin deili á!!!! Hún sendi upprunalega myndskeytið á rétt póstfang en ákvað að sleppa öllum sjarma og sætleika í þetta skiptið. Þetta hefði nú verið í lagi ef hún hefði svo ekki fengið svar frá þeim aðilla sem ekki átti að fá skeytið. Sá aðilli var hinn brattasti og þakkaði pent fyrir skemmtileg myndskeið en var nú ekki alveg að skilja afganginn af skeytinu. Hjúkkan sendi mjög pent skeyti tilbaka þar sem hún baðst afsökunar á því að hafa sent þetta á rangan aðilla, með þeim óskum að viðkomandi hafi alla vega haft gaman af myndskeiðinu!!
17/11/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli