08/11/2005

Menningarleg afmælishelgi!
Hjúkkan átti bara nokkuð þokkalega helgi. Hún átti afmæli á laugardaginn og eyddi deginum í faðmi fjölskyldunnar og skellti sér svo á skrallið um kvöldið. Hjúkkan fékk sér forskot á föstudagskvöldinu þegar hún fór með Svönu á Ölstofuna og sá alla hávöxnu og myndarlegu mennina sem þar voru samankomnir. Þær stöllur skemmtu sér vel við að horfa í kringum sig og njóta útsýnisins. Eins og fyrr sagði var ferskleikinn svo mikill á laugardeginum að hún þreif eldhúsið hátt og lágt fyrir foreldrana og dundaði sér við eitt og annað. Mikið var um að vera á sunnudeginum þar sem dagskrá hjúkkunnar var þétt. Hún dreif sig í tennis, fór þaðan beint á tónleika þar sem fluttar voru tvær ofboðslega fallegar sálumessur og loks lá leiðin í knattspyrnu. En sökum verkja á ástands á baki ákvað hjúkkan að slaufa boltanum í þetta sinn. Mesti gleðivaldur helgarinnar var þó leikurinn í enska boltanum þar sem MAN UTD stöðvaði sigurgöngu Chelsea með glæstum sigri á heimavelli sínum!!!! Hjúkkan er glöð í bragði og er enn sem fyrr ánægð með sína menn í Utd. Svo fer nú að styttast í afhendingu íbúðar og allt að gerast.
Hjúkkan hefur ákveðið að halda afmælis- og innflutningsparty eftir jólin þar sem ákveðinn hópur manna hefur ekki haft tækifæri til þess að taka ákveðna mynd. Nú hefur fresturinn sem sagt verið lengdur og árangur skilyrði. Meira að segja er von á 7. manninum til landsins fyrir jól þannig að það eru engar afsakanir teknar gildar.

Engin ummæli: