Hjúkkan hefur rekið sig á ýmislegt undanfarna daga sem mögulega getur valdið krísu hjá annars mjög stabílum einstakling. Þetta eru í flestum tilfellum mjög asnalegir hlutir en einhverra hluta vegna ná þeir manni og geta valdið hugarangri og í versta falli krísu. Hér á eftir koma tvö dæmi:
- Aðgangsorðið mitt í heimabankann byrjar á 37frida... - þessi litla tala á undan nafninu fer alveg óskaplega mikið fyrir brjóstið á hjúkkunni þar sem henni finnst þetta óþarfa tilvísun um það að hún er að eldast. Þrátt fyrir það að það eru þónokkur ár þar til hún verður 37 ára er þetta að valda ákveðinni krísu. Spurning hvort hún skipti ekki bara um banka???
- Það að rekast á gamla kunningja sem maður hefur ekki séð í háa herrans tíð og viðkomandi hefur enga hugmynd um hvað hefur gengið á í lífi hjúkkunnar. Eftir stutt öppdeit á högum hjúkkunnar fær hún samúðarfullan svip og klapp á öxlina. "En þetta fer nú allt að koma hjá þér er það ekki??" og við þetta bætist uppörvandi bros. Hjúkkan vill bara benda þeim sem haga sér svona að hún hefur það bara ansi fínt, er í góðu líkamlegu og andlegu ástandi og það er ekki endilega hamingja falin í því að eiga 2 börn, station bíl, hund og mann sem vinnur 350 tíma á mánuði!
Að öðru leyti er hjúkkan í góðum gír hér í vinnunni. Hún er búin að ganga frá Kambsveginum og verður því næstu daga ekki lengur eigandi að helmingi þeirrar íbúðar. Vonandi gengur þó allt eftir og hún verður stoltur eigandi að Dofraberginu næsta föstudag. Þá verður kallað til málningapartýs einhvern tímann í vikunn á eftir (fer eftir því hversu vel gengur að leggja parketið.) Þangað til er hjúkkan farin að æfa jólalögin og koma sér í jólaskap.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli