Enn af framkvæmdum og vinnu!
Hjúkkan er farin að sjá fyrir endan á framkvæmdunum í Dofraberginu. Það sem er orðið vandamál núna er framkvæmdargleði hjúkkunnar. Hún má ekki sjá gamlan skáp eða skáphurð án þess að íhuga það alvarlega að skipta því út. Nú er hún búin að finna sér nýja innréttingu á baðið þar sem sú gamla var rifin út á meðan parketið var lagt. Nýja innréttingin verður vonandi sett upp á þriðjudaginn n.k. Næsta innrétting sem að öllum líkindum verður fyrir barðinu á hjúkkunni er eldhúsinnréttingin. Það eru enn miklar pælingar um það hvað verður gert þar. Ef eldhúsið fær að finna fyrir því þá er ekkert eftir nema að endurskipurleggja þvottahúsið sem er sameiginlegt í kjallaranum - örugglega allir sáttir við það í húsinu :)
Annars er hjúkkan búin að vera í vinnunni síðan s.l. mánudag og síðasta vaktin er í nótt - þá er komið 2 ja daga frí og allir vinir. Hún hefur svo skotist í framkæmdir fyrir og eftir vaktirnar enda er hún aðeins farin að vera lúin. Sem fyrr er stefnan sett á innflutning um næstu helgi þ.e. nema hjúkkan fái einhverja fáránlega framkvæmdar hugmynd í viðbót.
Farið varlega í hálkunni og látið ekki jólastressið hafa áhrif á ykkur :)
04/12/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli