28/12/2005

Hvað er að frétta?
Alveg bara ósköp lítið alla vega af hjúkkunni. Hún er búin að vera í vinnunni frá því um jólin og á langþrátt frí frá vinnu á morgun, bara einn fundur í rýnihóps vegna vaktavinnufyrirkomulags hjá ríkinu. Eftir vaktina í dag átti hjúkkan yndislega stund með sjálfri sér, pizzu og einum köldum yfir annars frekar skelfilegum leik sinna manna í Man Utd. Það er alveg magnað að liðinu gekk vel í þá leiki sem hjúkkan horfði ekki á -svo um leið og hjúkkan sest niður til þess að eiga góða stund yfir góðum bolta gera menn í buxurnar. Kannski er málið að hjúkkan fari bara að horfa á leiki hjá öðrum liðum til þess að hennar liði gangi betur og öðrum liðum verr. Þeirri staðreynd var laumað að hjúkkunni að flestum hennar liðum gengur nokkuð illa að fóta sig og hefur hjúkkan því verið að hugleiða að skipta um lið og fara að halda með FH og Chelsea. Með þessu móti og slæmum áhrifum af hjúkkunni verða þessi lið ekki meistara á leiktíðinni og "fyrrum" liðum hjúkkunnar ætti að vegna vel. Hjúkkunni finnst þetta alla vega hugmynd sem vert er að athuga betur!!!

Engin ummæli: