08/12/2005

Ógleymanleg ferð í Sorpu!
Framkvæmdum fylgir alltaf svolítið magn af rusli og drasli og eru framkvæmdir í Dofraberginu engin undantekning á reglunni. Eftir að hafa sagað og sett nýtt parket og skipt um allar höldur á þeim einingum sem ekki verður skipt út var auðvitað komið að því að kíkja í sorpu með draslið. Hjúkkan hafði nú ekki haft fyrir því að henda ruslinu skipurlega í aðskilda kassa enda hvorki pláss, tími né áhugi fyrir því hjá hjúkkunni. Hún renndi í hlaðið í sorpu í Garðabæ í gærkvöldi og var einmitt að tala í símann á sama tíma og hún fór að afferma bílinn. Fyrsti pokinn var látinn fjúka beint í "óendurvinnanlegt" gáminn án þess að gamli karlinn sem vinnur við að skipta sér af fólki í Sorpu gat eitthvað sagt. Næsti poki var kominn á flug þegar gamli karlinn stoppar og fer að skipta sér af hjúkkunni og velta því fyrir sér hvort eitthvað sé í pokanum sem ekki á að fara í þennan gám. Hjúkkan þarna hætt í símanum og sýndi ekkert nema þokka og sjálfsbjargarviðleitni sem þessi gamli karl greinilega kunni ekki að meta. Loks kom hjúkkan með kassa úr bílnum sem var fullur af alls konar dóti, spítum, skrúfum, glerkúplum og parketi. Nú fékk það greinilega mjög á starfsmann sorpu sem féllust báðar hendur og fór að rífast í hjúkkunni yfir því af hverju hún hefði ekki verið búin að flokka sorpið heima hjá sér. Hún reyndi að brosa sínu blíðasta og sagði að það hefði nú bara ekki verið hægt sökum framkvæmda að hafa allt aðskilið. Þá heldur kallinn áfram að tuða um það að 90% allra þeirra sem koma í sorpu séu búnir að flokka heima hjá sér og það taki því lítinn tíma að afgreiða bílinn. Hjúkkann umlaði já já og neyddist til að tína allt upp úr kassanum - frá litlum parketstubbum og skrúfum. Á meðan nýtti kallinn tímann og fór að tala um að hjúkkan væri greinilega ekki hæf til þess að flokka og því kynni hún nú örugglega ekki að vaska upp því þetta tvennt væri nú bara eins svo og að starfsmenn ættu ekki að hjálpa fólki að týna upp úr kössum bara leiðbeina hvert hlutirnir færu!!!! Nú var hjúkkan orðin vel fúl út í gamla skassið sem hafði vogað sér að segja að hjúkkan kynni ekki að vaska upp. Hún benti honum á að hún væri fullkomlega fær um að vaska upp og sinna heimilisstörfum og það hefði nú verið smiðurinn sem setti allt draslið í kassann en ekki hún!!!! (ok hún á alveg hlut að máli en kannski ekki alla ábyrgð svo er líka gott að skella skuldinni á aðra sem ekki eru á staðnum) Í því kláraði hún það sem eftir var í kassanum dreif sig í bílinn sinn. Hún ætlar svo aldrei aftur á þessa sorpustöð!!!!

Engin ummæli: