26/12/2005

Gleðileg jól!
Hjúkkan vill byrja á því að óska vinum og vandamönnum gleðilegrar jólahátíðar. Hún er búin að troða í sig mat dag eftir dag og er við það að hætta að passa í fötin sín. Hún er búin að sofa (samt ekki nóg), fá góða vini í spil og eiga yndislega stund með Vöku og Braga í brúðkaupi þeirra á jóladag. Nú er svo komið fyrir hjúkkunni að hún getur ekki hugsað um mat án þess að verða þreytt og þurfa að leggja sig. Auðvitað hefur hún stundað vinnu sína milli átveislanna og verður reyndin sú sama það sem eftir líður vikunnar. Hjúkkan hefur blessunarlega verið laus við öll smá slys á sjálfri sér og vonandi verður það þannig það sem eftir líður þessa annars viðburðarríka árs. Vonandi eru allir saddir og hamingjusamir með góða jólahátíð og vonandi verða áramótin góð.

Engin ummæli: