18/04/2005

Helgarfléttan!
Helgin var stórbrotin sem fyrr í lífi hjúkkunnar þar sem afmæli, leikhús og Hvalfjarðargöngin komu við sögu ásamt reglubundnum næturvöktum. Á föstudaginn rann upp langþráð stund er hjúkkan fór að sjá Höskuld leika 350 kg konu og prest í sama leikritinu. Eftir þessa stórbrotnu sýningu lá leiðin í afmæli til Arnbjargar og loks heim í ból þar sem 35 slasaðir einstaklingar biðu björgunar hjúkkunnar á laugardaginn. Sprækust stökk hjúkkan fram úr og dreif sig niður á slysadeild og þaðan með löggunni og loks þyrlunni að Hvalfjarðargöngunum. Þar rokkaði hópurinn frá slysó feitt og var ekki lengi að rúlla upp þessari æfingu. Að henni lokinni drapst hjúkkan í bakinu en lét ekkert á sig fá og mætti galvösk á nætuvakt dauðans. Slagsmál og skurðir einkenndu næturvaktina og var hjúkkan alveg búin að fá nóg þegar hún fór heim og hlaut hægt andlát. Hún vaknaði því sem næst ónýt í bakinu og hélt sig til hlés það sem eftir leið helginni. Í dag tók svo almennur hrottaskapur við er hún dreif sig til sjúkraþjálfarans sem hvorki fær sumargjöf né jólakort í ár frá hjúkkunni!

Engin ummæli: