Alveg einstök atvik!
Eins og lesendur hafa nú séð í gegnum tíðina virðist sumir hlutir einungis henta hjúkkunar, sbr snjóflóðið inn um þaklúguna um daginn. Í kjölfar þess atburðar létu foreldrar hjúkkunar þau orð falla að hún væri nú einstök. Hver vill ekki vera einstakur - spurði hjúkkan sig bara og hélt áfram sínu lífi. Í morgun var annað eins einstakt atvik í lífi hjúkkunnar. Þannig að var að hún var búin að hafa sig til í ég-er-hörku-samningarnefndar-gella gírinn og full sjálfstraust skundaði hún út í bíl. Á leiðinni yfir bílaplanið vildi svo óheppilega til hjúkkan missti annan hanskan sinn og auðvitað lenti hann í eina pollinum sem var á öllum bílaplaninu - nema hvað! Hjúkkan er nú orðin nokkuð vön þessum atvikum, hrissti hausinn og tók upp hanskann. Undraði sig á því í augnarblik af hverju hanskinn hafði einmitt lent í þessum eina polli. Nema hvað þar sem nokkur bleyta var á hanskanum hóf hjúkkan að hrista vatnið af og gera hanskan tilbúinn til notkunar á nýjan leik. Glöð í bragði sá hún að nú var hanskinn orðinn sem þurr og ekkert mál að skella honum á hendina. Var þá hjúkkunni litið á jakkann sinn nánar tiltekið hægri ermi og hægri hlið jakkans sem allt í einu voru ekkert nema fullt af litlum blautum og tjöruðum blettum!!!! Jæja hugsaði hjúkkan - einmitt það sem ég þurfti núna - búin að hrista alla drulluna úr hanskanum beint á töffara jakkann og sá fram á að þurfa að skipta um jakka eða koma of seint á fund með launanefnd sveitarfélaga. Hjúkka brá á það ráð að setja trefilinn nokkuð töffaralega fyrir drullusletturnar á jakkanum og hélt glöð í bragði á fundinn. En sem sagt þá virðast sumir hlutir bara koma fyrir suma einstaklinga!
19/04/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli