12/04/2005

Engin frammistaða!
Það er engin frammistaða hjá hjúkkunni þessa dagana á þessari blessuðu síðu. Það hefur svo sem ekkert hent hana aldrei þessu vant - þar sem hún hefur haldið sig mestan partinn í vinninnu. Reyndar ætlaði hjúkkan að gera sér glaðan dag s.l. föstudag með gömlum MH vinum sem tókst með miklum ágætum. Haldið var til á ölstofu nokkurri í allt of langan tíma og lá leiðin þaðan í stutt stopp á Thorvaldsen. Höskuldur átti öfund allra karlmanna er gengu niður Laugarveginn þar sem hann stoltur tilkynnti öllum sem mættu honum að hann væri nú með tvær upp á arminn. Annars kom lítið annað í ljós þetta kvöld en að vinir hjúkkunnar telja hana vera í hópi alvarlega veiks vinnualka! Til þess að standa nú undir nafni ætlar hjúkkan að "bjarga" mannslífum í Hvalfjarðargöngunum um næstu helgi við mikinn fögnuð þeirra sem ætla norður á laugardaginn - því þá verða göngin lokuð frá 8 - 15. Jæja en nú er mál að henda sér í sófann og slaka aðeins á.

Engin ummæli: