28/05/2005

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring!
Hjúkkan ákvað að setja sig í ný spor á fimmtudaginn og dreif sig í hlutverk ofurfrænkunnar. Eftir yndislegan tíma í Hár- og sýningarhúsinu Unique fór hjúkkan með nýju klippinguna sína í Kringluna með mömmu sinni. Að þeirri ferð lokinni lá leiðin á hina ýmsu leikskóla þar sem annarra manna börn voru sótt. Fyrst var litli uppáhalds púkinn sóttur og svo var litla uppáhalds prinsessan sótt s.s Viktor Már og Helga Björg. Leiðin lá til Svönu með dóttur hennar og umferðin var nokkuð þétt. Til að halda uppi stemningu í bílnum var brugðið á það ráð að syngja!! Hjólin á strætó snúast hring - hring - hring (hafa ber í huga að handahreyfingar voru einnig notaðar).... Eftir öll 7 erindin voru tekin með glæsibrag og í kjölfarið hélt Helga Björg góða einsöngstónleika úr aftursætinu. All good things must come to an end og þannig var líka með þennan yndislega frænkutíma. Komið var að besta hlutanum - þ.e. að skila börnunum heim til sín :)

Engin ummæli: