12/05/2005

Ofurhjúkka á framabraut!
Ekki nóg með það að hjúkkan sé almennt að slá í gegn með yfirgengilegri óheppni og hrakförum sínum þá er félagsfíkillinn alveg að meika það hjá hjúkkunni. Á mánudaginn og þriðjudaginn sat hún á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og áður en hún vissi af var búið að kjósa hana í stjórn félagsins!! Reyndar bara sem varamann en þeir eru víst boðaðir á alla fundi og hafa fullgildan atkvæðisrétt. Nú er sem sagt bara málið að fara að finna sér flokk og drífa sig á þing :) Þar getur hún byrjaði í einum flokki og sagt sig svo úr honum og flutt sig í nýjan flokk ef hún er ekki að meika lífið í flokknum sem hún situr á þingi fyrir.... Hljómar vel er það ekki, nema hvað að þetta er auðvitað verið að nota þessa hugmynd þessa dagana.
Árshátíð saumaklúbbsins er á laugardaginn og svo auðvitað Júró í Jöfrabakkanum eins og lög gera ráð fyrir. Gert er ráð fyrir nokkrum erfiðleikum í tennis næstu tvö skipti :)

Engin ummæli: