19/05/2005

Júróvision drama!
Það ætlaði allt um koll að keyra á vinnustaðnum í morgun þegar myndir birtust af þeim búningum sem nýjustu þjóðarhetjur Íslendinga ætla að skarta í kvöld. Múgurinn skiptist í tvær fylkingar - love it og hate it! Mér persónulega er alveg sama um þessa búninga - finnst hinns vegar skórnir þeirra alveg to-die-for. Hjúkkan er sífellt að vera glisgjarnari og finnst svona gullskór voða fallegri. Þorbjörg úr First Wives Club á líka svakalega fína gullskó sem hún skartaði á árshátíð hópsins um síðustu helgi.
Þar sem flestir sem maður þekkir eru að fara í undankeppnis-júróvision-partý ætlar hjúkkan að sýna lit og fara beint heim að sofa eftir vaktina enda næsta vakt í nótt. Þetta er auðvitað bara gert til þess að geta sinnt vinum og vandamönnum sem lenda í hrakningum í kvöld eftir keppnina. En mottóið fram að næturvakt er ÁFRAM ISLAND - nú mössum við þetta.

Engin ummæli: