22/05/2005

Stoltur bíleigandi!
Laugardagurinn var alveg einstaklega vel heppnaður í lífi hjúkkunnar. Hún vaknaði ferks eftir góðan nætursvefn og dreif sig á fætur rétt upp úr hádegi. Leiðin lá að eldhúsborðinu og yfir léttu spjalli við gamla kallinn var ákveðið að skella sér í smá bíltúr. Hjúkkan hafði lengi verið að blunda við það að kaupa sér bíl og ákváðu feðgin að rúnta á nokkrar bílasölur. Fyrsta stoppið var hjá Toyota og ekkert sérstakt fannst þar. Því næst lá leiðin í Heklu þar sem þessi líka huggulegi og krúttlegi bíll beið hjúkkunnar. Áður en hjúkkan vissi var hún búin að festa kaup á þessum yndislega bíl og ljómaði af kæti. Um er að ræða silfurlitaðan Skoda Fabia (hjúkkan er nottla fabulous), 5 dyra með topplúgu!!!! Ofurgellu bíll fyrir einstaka ofurgellu. Við tók hamingju rúntur og almenn sýning á gripnum við mikla kæti - þá sérstaklega hjúkkunnar.
Kvöldið fór svo í Júró í Jörfa eins og vanalega þar sem hjúkkan deildi 2. - 3. sæti í veðbankanum með syninum. Kátínan var fyrir hendi og leiðin lá í bæinn þar sem hjúkkan missti einhvern veginn sjónar á öllum og dreif sig heim í ból. Enda dauðuppgefin eftir alveg brilljant dag.

Engin ummæli: