28/05/2005

Sumarið er alveg að koma!
Hjúkkan trúir því heitt og innilega í hjarta sínu að sumarið fari nú að láta sjá sig. Hún gerði sitt besta í gær og dreif sig út í skítakuldann í pilsi og að auki með linsur og sólgleraugu. Hjúkkan gerir sitt besta til að lúkka vel í Fabio sínum sem er ekkert nema fallegastur. Í tilefni þess að Sonurinn átti afmæli á fimmtudaginn var honum boðið á rúntinn og svo lá leiðin beint í vinnuna.
Til merkis um það að sumarið er komið þá er Fréttapésinn kominn aftur heim og heyrst hefur að annar pési sé loksins kominn með vinnu í Danaveldi.
Töffarastig dagsins fær sonurinn sem er að fá íbúðina sína afhenta!!!

Engin ummæli: