07/05/2005

666 AH!
Já góðir lesendur þetta bílnúmer sá ofurhjúkkan um daginn. Um var að ræða nokkuð sportlegan götujeppa og átti hjúkkan ekki von á neinu öðru en að nokkuð sportlegur gaur væri um borð í bílnum. Hjúkkan fékk næstum því hjartaáfall þegar sannleikurinn rann upp. Um borð voru eldri hjón, bæði vel yfir 70 ára aldri og karlinn var að keyra. Hann var meira að segja með hatt!!! Kúlið rann á örskotstundu af þessum bíl og þessu bílnúmeri sem fór úr því að vera nokkuð gauralegt í það að vera bara einfaldlega ósmekklegt. Aumingjans hjúkkan er enn að jafna sig á áfallinu og ekki er fyrirséð um bata hennar!

Engin ummæli: