Á sjéns í sundi!
Eftir góðan svefn í kjölfar þreyttrar næturvaktar ákvað hjúkkan að skella sér í sund. Það var ýmislegt sem lá henni á hjarta og eftir góða ráðgjöf góðra vinkvenna var þetta lendingin - að synda eins og vindurinn. Það gerði hjúkkan aldeilis með stæl og hafa aldrei sést önnur eins sundtök í Breiðholtslauginni. Í þetta sinn var ekkert stoppað við bakkann heldur bunað beint í laugina og fokið af stað. Áður en hjúkkan vissi af hafði hún lokið 700 metrum og ákvað að þetta væri nóg í bili. Stefnan var sett á gufubaðið þar sem þreyttir vöðvar skyldu teigðir og almenn afslöppun færi fram. Í þeirri andrá er hjúkkan bregður sér inn í gufubaðið kemur inn karlmaður á svo sem miðjum aldri ( í kúl sundskýlu en allt annað var bleh.. ). Þessi ágæti maður ákveður að segja hjúkkunni að hún hafi synt nokkuð rösklega þessa 700 metra, jú jú svaraði hjúkkan - það dugar engin aumingjaskapur. Þá greinilega heldur okkar maður að hann sé komin í feitt og spurningarnar hrynja yfir hjúkkuna. Þar á meðal kom hin eðallín "Kemur þú oft í þessa sundlaug??" Þegar hjúkkan loksins sá í hvað stefndi var tími til að draga fram sögur af eiginmanninum og tvíburunum fræknu - sem halda móður sinni hlaupandi allan daginn. Hjúkkan veit að það er ljótt að segja ósatt en stundum þarf bara að hressa upp á sögur til þess að komast heill undan og án þess að særa viðmælendur sína. Manninum þótti nú miður að heyra að hjúkkan ætti mann og börn, því honum þætti hjúkkan svo fallega og vildi gjarnan fá að bjóða henni út!!!!! YEAPH folks það er greinilega hægt að lenda á sjéns alls staðar. Hjúkkan þakkaði pent fyrir hrósið og gullhamrana og fór sem vindurinn í heita pottinn. Þegar sjénsinn kom svo á eftir henni þangað ákvað hún að nú væri kominn tími til að drífa sig heim og horfa á Desperate Housewives.
12/05/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli