Fabio er alveg að meika það!
Ofurjeppinn Fabio er sem nýr eftir góða yfirferð hjá Heklu. Þar fékk hann nýjar legur og bremsurnar voru teknar í gegn. Nú malar hann eins og hamingjusamur köttur og rennur mjúklega um stræti borgarinnar.
Þar sem maður er nú orðinn stoltur bíleigandi var ekkert annað í stöðunni en að þvo bílinn. Fróðir menn og konur mæltu með bílaþvottastöðinni Löðri í Kópavogi - voða sniðugt hægt að láta þvo bílinn og gera það sjálfur. Hjúkkan hefur ætíð verið mikið fyrir svona do-it-yourself og ákvað sem sagt að gera þetta sjálf. Í þessu dæmi stillir maður hnapp á mynd eftir því hvaða dæmi maður er að fara að þvo og þetta á sem sagt ekki að vera neitt mál. Hjúkkan sá að 1 og hálf mínúta kostuðu 100 kr og hélt þar með að hún ætti að eyða 1 og hálfri mínútu á hverri stöð. Samviskusamlega fór hún svona að og m.a sápaði bílinn í 1 og hálfa mínútu. Eftir þann tíma sást Fabio ekki en ofvaxin risasápukúla var komin í hans stað!!! Það tók sko meira en eina og hálfa mínútu að skola alla þessa sápu af!!! En það tókst fyrir rest og var bíllinn stórkostlega hreinn og fínn í kjölfarið. Ef maður fer með bílinn í bílþvottastöð er yfirleitt skilti sem stendur á að maður fái frían endurþvott ef maður er ekki ánægður með árangur þvottsins. Á stöðum þar sem maður gerir þetta allt sjálfur ætti að standa á skiltinu að ef maður er ekki ánægður með árangurinn getur maður bara sjálfum sér um kennt!!
03/06/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli