27/06/2005

Snilldar London!
Ofurhjúkkan átti alveg hreint yndislegan tíma í London ásamt móður sinni og systur. Þar var auðvitað verslan í heimabyggða þar sem Baugur virðist eiga u.þ.b. aðra hvora verslun á Oxford Street og Mosaic hina þannig að hjúkkan var í raun og veru að styrkja íslensku krónuna með verslunar þátttöku sinni. Mæðgurnar ógurlegu skelltu sér einnig á West End og sáu alveg hreint brilljant uppsetningu á Lion King. Svo var auðvitað verslað aðeins meira og nokkrir öl drukknir. Hjúkkan datt um illmennið, kaffidvergfinn og Stjórann á Paddington stöðinni og átti með þeim mjög góða stund yfir nokkrum köldum. Sem sagt bara snilld og almenn hamingja. Hjúkkan á meira að segja von á því að verða valin viðskiptavinur mánaðarins hjá VISA Electron og hjá Kreditkort h.f. - ekki slæmur árangur það. Það kom sem sagt í ljós þegar til London var komið að á þessum tíma voru sumarútsölur út um allt. Sem dæmi fékk hjúkkan "shopping - sign " inni í MNG þar sem ólin á töskunni hennar slitnaði. Hvað voru merkin að segja henni annað en að hér ætti hún að kaupa sér næstu tösku- og hún er svo pretty!!
Hjúkkan meldaði sig fjarverandi í saumaklúbbinn sem haldinn var í Hafnafirðinum og svo virðist sem hún hafi einnig misst af nokkrum góðum sögum og fréttum. Er það rétt sem hjúkkan les milli lína hjá ykkur píur - fullt af litlum saumaklúbbskrílum á leiðinni??? Ef svo er þá óska ég ykkur (þið vitið hver þið eruð) alveg þúsund og einu sinni til hamingju með bumburnar :)

Engin ummæli: