12/06/2005

Hvað er betra?
Hvað er betra en að drífa sig á fætur kl. 07:30 á sunnudagsmorgni og labba niður Laugarveginn í þeirri veiku von að Fabio hafi ekki orðið fyrir barðinu á drukknum einstaklingum nýliðna nótt? Jú það er er enn betra að finna bílinn heilan á húfi og skella sér upp í hann og keyra sem leið liggur í vinnuna. Það er alveg einstaklega róandi að keyra á götum Reykjavíkur á þessum tíma, ekkert nema leigubílar á ferð og fólk í misfersku ásigkomulagi. Svona byrjaði sem sagt þessi brilljant dagur í dag hjá hjúkkunni. Gærdagurinn var bara snilld - skellti sér á stubb í vinnuna, fór í sund og fékk enn fleiri freknur sem var nú alveg óþarfi!!! og svo var að kvöldmatur á Energia og loks bíó. Fór að sjá Monster - in - Law þar sem Jane Fonda sló í gegn sem ótrúlega klikkuð tengdamamma. Eftir bíóið lá leiðin til Siggu í Fensalina þar sem Desperate Housewives var skellt í tækið og enn kaldur sötraður með. Þar sem hjúkkan og hjúkkuvinkonan voru báðar frekar þreyttar eftir langa viku lá leiðin heim og beint í beddann. Sem sagt party - on hjá ofurhjúkkunni þessa dagana!

Engin ummæli: