09/06/2005

Ógurlega lítið að frétta!
Það er alveg einstaklega lítið að frétta af lífi ofurhjúkkunnar þessa dagana. Hún eyðir mestum sínum tíma í vinnunni og stefnir á alveg svaðalega huggulegt sumarfrí - enda búin að vinna af sér rassgatið á síðastliðnum vikum. Hún sér nú fram á góða tíma framundan með Duran Duran tónleikum og alls herjar gilleríi. Svo kannski hún kíki í heimsóknir til vina sinna sem hún hefur vanrækt sökum vinnufíknar og jafnvel að hún skelli sér í sund og sjái hvort hún komist aftur á sjéns í gufunni.
Svo er það spurningin hvort það verði ekki örugglega Júróvisionpartý í Jörfa 22. okt vegna 50 ára afmæliskeppni Eurovision. Nú verða allir að fara og kjósa í keppninni um besta Eurovision lagið!!! Áfram Ísland...

Engin ummæli: