20/06/2005

"Þessu nennir maður kl 05 á næturnar!!"
Ofurhjúkkan er að ofurhjúkkast þessa helgina og eyðir nóttum sínum á slysadeildinni í félagsskap annarra ofurhjúkka. Til þess að drepa þann litla dauða tíma er myndast stundum er oft sest niður og spjallað um heima og geima. Ein umræða sem kom upp síðustu nóttina af þremur snérist um það hvað maður nennir að gera kl 05 á næturna. Það var reyndar fátt sem kom upp í hugann en þó náðu nokkur atriði inn á listann - sem ekki er hægt að birta hér sökum eðils þessara atriða. En sem sagt mjög skemmtileg umræða :) En svo kom pælingin - ef maður nennir þessu ekki kl. 05 á næturnar - hvernær nennir maður þessu þá?
Nú eru bara 2 dagar þar til ofurhjúkkan ætlar að skella sér til London ásamt mömmu gömlu og einni systurinni. Búið er að bóka hótel í göngufæri við Bond Street og hjúkkan er byrjuð að hita upp kreditkortið sitt. Stefnan er tekin á verslun, mat og jafnvel eina sýningu á einhverju skemmtilegu.

Engin ummæli: