17/06/2005

Þjóðhátíðarþunglyndi!
Ofurhjúkkan er nú ekki ofurkát í dag á sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Ástæðan fyrir þessu ástandi er vinnulag hjúkkunnar í dag og um helgina og er hún almennt að farast úr sjálfsvorkun yfir þessu öllu. Jú jú á heitasta Þjóðhátíðardegi síðustu áratuga mætti hjúkkan auðvitað fersk á morgunvaktina, til þess eins að klára hana og drífa sig heim að sofa því næturvaktin er framundan. Eftir mikla áreynslu við það að reyna að sofna og alveg enn meiri sjálfvorkun ákvað hjúkkan að færa sig um set - sem var alveg ekki góð hugmynd!! En svona eru nú hugmyndir og ákvarðanir sem teknar eru í sjálfsvorkunnar ástandi. Sem sagt hefur hjúkkan enn sem komið ekkert náð að sofna fyrir næturvakt sem að öllum líkindum verður þar að auki skelfileg :( Hjúkkan brá á það ráð að hringja í vini sína til að fá almennt samþykki fyrir sjálfsvorkuninni sem var góðfúslega veitt af hjónakornunum í Kúrlandinu - og kann hún þeim bestu þakkir fyrir andlegan stuðning. Nú er stefnan tekin á sófann og vonandi næst einhver smá blundur. Að öðru leyti er það bara - Hæ hó og jibbí hey, það er komin 17.júní :)

Engin ummæli: