18/03/2005

Ríkisborgararéttur og kynlíf!
Það voru tvennar fréttir á hinum ágæta vefmiðli mbl.is sem vöktu athygli mína í dag. Annars vegar er sú fáránlega samhljóða ákvörðun Alherjarnefndar Alþingis að mælast til þess að hinn geðsjúki Bobby Fisher fái íslenskan ríkisborgararétt og hins vegar ummæli Bruce Willis um kynlíf við 50 ára afmælið. Hvað fyrri fréttina varðar finnst mér íslenska ríkisstjórnin vera að gera sig að fífli í öllu þessu bulli varðandi þennan mann sem er ekkert nema mjög sjúkur á geði. Hvað í fjandanum hafa Íslendingar að gera með mann í svona ástandandi þegar þeir geta ekki einu sinni sinnt Íslendingum sem kljást við geðræn vandamál svo sómasamlega mætti teljast. Þetta mál er algjört rugl frá byrjun til enda og þvílík hneisa að mínu mat. Jú jú það er voðalega sniðugt að stofna samtökin " Björgum Bobby " en bara því miður þá kemur þessi maður landinu ekkert við!!!
Hin fréttin var öllu skemmtilegri þar sem ofurhetjan Bruce segir að maður verði fyrst góður í því að stunda kynlíf í kringum 50 ára aldurinn. Hann reyndar kom inn á þá staðreynd að það sé nú svolítið sport að geta enn stundað kynlíf á þessum aldri en nú búi hann yfir áunninni tækni og miklum fróðleik um þarfir kvenna í bólinu. Nú höfum við öll eitthvað til þess að hlakka til!

Engin ummæli: