14/03/2005

Árshátíð og annað rugl!
Helgin fór í árshátíð á slysadeildinni sem tókst með glæsibrag á föstudagskvöldið. Mikil gleði og hamingja ríkti á svæðinu og var almenn ánægja með þetta allt saman. Eins og lög gera ráð fyrir var auðvitað farið í eftirpartý sem stóð langt frameftir morgni. Líðanin á laugardeginum var til fyrirmyndar og lét hjúkkan ekki slen og slappleika koma í veg fyrir að knúsast með litla fullkomna frænda um kvöldið. Sökum slappleika fékk hjúkkan sér frí í tennis á sunnudagsmorgun og dreif sig svo í vinnuna um kvöldið. Það er alltaf sama sagan með þessu hjúkku sem er haldið mikilli vinnufíkn. Í dag er svo morgunvakt og næturvaktin í nótt og allir vinir í skóginum.
Rokkstig og innilegustu hamingjuóskir dagsins fá Vaka og Bragi sem eignuðust litla prinsessu í morgun eftir langa og stranga sótt. Til hamingju með litlu prinsessuna og megi hún dafna vel um aldur og ævi.

Engin ummæli: