29/03/2005

Vinnu- og félagsmálaalki!
Hjúkkan er opinberlega orðinn að vinnualka og tók þá meðvituðu ákvörðun að horfast í augu við vandann. Hún er líka farin að horfast í augu við þá staðreynd að hún er einnig félagsmálaalki sem brýst fram í endalausri þátttöku í kórum og félagsstörfum fyrir fagfélagið. Formaður þess félags kom að máli við hjúkkuna um daginn og spurði hana hvort hún væri ekki til í að gefa kost á sér í stjórn félagsins. Auðvitað brosti hjúkkan og sagði hátt og snjallt "JÁ það væri bara gaman." Sem sagt hafa sumir hlutir ekkert breyst þrátt fyrir miklar breytingar í lífi hjúkkunnar undanfarna daga.

Engin ummæli: