Létt-rómantík á dekkjaverkstæðinu!
Hjúkkan ákvað að reynast foreldrum sínum góð dóttir og dreif sig með litla krúttlega Yarisinn í dekkja skiptingu. Leiðin lá á dekkjaverkstæði í nágrenni heimilli foreldranna og hjúkkunni til mikillar gleði var engin bið. Hún renndi bílnum fagmannlega upp á stoðirnar eða hvað þetta nú heitir og steig út úr bílnum á dignarlegan hátt. Glumdi þá í útvarpi dekkjaverkstæðisins þar sem ekkert nema skítugir menn voru við vinnu sína : "þú ert að hlusta á Létt 96,7 og nú erum við að gefa miða á rómantíska gamanmynd." Hjúkkan sá nú ekki undir iljarnar á gaurunum í símann að reyna að vinna sér inn miða á myndina en þetta var frekar kómískt. Ekki skánaði það þegar hjúkkan kom inn á biðstofuna og blasti þar við dagatal með lítið klæddri konu og ýmis tímarit sem ekki sjást á biðstofu slysadeildarinnar. Áfram glumdi í Létt 96,7 og rómantíkin sveif yfir dekkjaverkstæðinu. Bleik í huga og hjarta en sködduð í augum eftir tímaritin hélt hjúkkan glöð í bragði út af verkstæðinu þegar bíll var tilbúinn. Hver segir svo að bifvélavirkjar séu ekki tilfinningarnæmir karlmenn.
30/03/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli