25/03/2005

Sjálfskaðandi hegðun!
Hjúkkan stóð sig að því um daginn að veita sjálfri sér skaða á litlu tá. Þannig var að hún sat uppi í sófa og var að ræða málin er nöglin á litlu tánni fór eitthvað að pirra hana. Hjúkkan fór eitthvað að fikta í fjárans nöglinni sem tókst ekki betur en svo að hún rifnaði af!!!! Hjúkkan óaði og æaði af sársauka og gekk hölt í nokkra daga. Það er eiginlega fáránlegt hvað svona ómerkilegt líffæri eins og nöglin á litlu tánni getur valdið manni svona miklum sársauka. Hjúkkan hugsaði meira að segja um að sækja um örokrulífeyri í kjölfarið á þessu slysi. Nú nokkrum dögum síðar er táin öll að koma til og hjúkkan getur haldið áfram að ganga um óhölt.

Engin ummæli: