06/03/2005

Engin frammistaða!
Það er engin frammistaða hjá hjúkkunni þessa dagana. Hún þvælist um borg og bí, hjúkrar veikum og slösuðum, sækir fundi um samþykktir kjarasamninga og skipurleggur árshátíð vinnustaðarins. Eftir þetta allt saman er víst frekar naumur tími eftir til það sinna vinum og kunningjum. Hjúkkan var til dæmis á leið í 23ja ára afmæli Dóu sinnar í gærkvöldi með stuttu stoppi hjá samhjúkku til að búa til skemmtiatriði skemmtinefndarinnar. Svo fór að samhjúkkan bauð upp á mikið og gott rauðvín og hjúkkan komst ekki til Dóu þar sem leiðin lá heim í bedda rétt eftir miðnætti. Dóa fær því afsökunarstig mánaðarins...
Að öðru leyti er svo sem ekki mikið að frétta úr lífi hjúkkunnar. Hún reyndar stóð sig sem hetja á námskeiðinu sem var í síðustu viku og rokkaði feitt á prófinu. Á föstudaginn er síðan árshátíð vinnustaðarins með tilheyrandi háreyðingum og litunum í vikunni. Jafnvel að hjúkkan láti sjá sig á snyrtistofu í litun og plokkun - svona af því að maður verður að reyna að líta bærilega út.

Engin ummæli: