10/03/2005

Hor og hálsbólga!
Nú er illa komið fyrir hjúkkunni sem liggur heima í hori og hálsbólgu. Hún gerði sitt besta til þess að reyna að fresta þessum vandræðum en stundum er bara líkamanum misboðið og í þetta sinn þurfti hjúkkan að láta undan. Eintóm tjara og leiðindi þar sem árshátíðin er á morgun. Stefnan í dag er tekin á sófann og flensumyndir og koma sér aftur til vinnu á morgun. Panodil Hot er mikill vinur hjúkkunnar að ógleymdu nefspreyinu góða.

Engin ummæli: